Algengar spurningar (FAQ)

Hvernig set ég inn myndir?

Byrjaðu á að ákveða á hvaða síðu myndin/myndirnar eiga að fara og farðu á þá síðu. Svo velurðu uppsetningu síðunnar með því að breyta sniðmáti. Svo dregurðu efniseininguna sem þú vilt nota (mynd/margar myndir) þangað sem þú vilt staðsetja hana og sleppir. Ef þú ert bara að setja inn eina mynd þá klikkarðu á plúsinn sem birtist og þá kemur upp valmynd. Þú velur mynd úr tölvunni þinni og ýtir á vista og loka. Ef þú ætlar að hafa margar myndir þá ýtirðu á bæta við fleiri myndum og þá kemur upp valmynd. Þú ýtir á Bæta við skrám og velur þær sem þú vilt nota úr tölvunni þinni (til að velja margar í einu geturðu haldið niðri ctrl takkanum á pc/ command á mac á lyklaborðinu á meðan þú velur). Þegar þú ert komin/n með þær myndir sem þú vilt hafa þá ýtirðu á Byrja. Ef þú vilt breyta því hvernig þær birtast þá geturðu ýtt á græna blýantinn efst í vinsta horninu. Ef þú vilt setja texta við þær þá ýtirðu á græna blýantinn og svo á breyta myndum. Þar geturðu líka raðað þeim með því að draga þær til og frá.

  • Common

Picture of Iceland © Larus Sigurdarson