Hafa samband
Tenglar
Sýningar mínar

10.11.2018 23:47

10. nóvember 2018

Í dag fór síðasta spýtan í þakið. Veðurspáin var ekki góð 17m á sek. en rættist ekki sem betur fer. Í dag var ágætis veður og unnið allan daginn. Klárað að loka þakinu og síðan farið í að færa stillansin niður fyrir húsið. Moli stóð sig vel og elti bolta allan daginn. 

29.10.2018 00:09

Ævintýrið heldur áfram

Dularfulla fótsporið. Hver á þetta spor ?



19.07.2018 23:13

Smiðjan

Ný hugmynd að nefna húsið "Verksmiðju" Tíminn æðir áfram og vinna við endurbyggingu hefur gengið mjög vel. Klæðning komin á þakið nema 30 lengdarmetrar af timbri sem vantaði uppá að timburbuntið dygði. Búið útbúa og setja loftrör á milli sperra og steypa allt fast. Steypuvinnan var unnin 17. júli daginn fyrir 67 ára afmæli Árna. Við fengum tonn af steypu kl. 7 um kvöldið og það var búið að koma því fyrir á milli sperra báðu megin á húsinu rétt rúmlega 12 á miðnætti. Það var afrek og myndu ekki margir leika það eftir.



07.07.2018 22:39

Neglarar að sunnan

Dæturnar og börnin þeirra komu í vikudvöl. Ömmu- og afastelpurnar okkar eru að fara á námskeið í Hvítahúsi og mömmur þeirra og bræður dvelja hjá okkur á meðan. Síminn minn datt á planið fyrir framan verkstæðið og brotnaði. Ég fékk nýjan nánast strax en vandamálið er að þetta er "Eplasími" Ég á í vandræðum með að koma myndum úr honum og hingað inn á síðuna. Þetta hlýtur að reddast fljótlega en þangað til þarf ég að skrifa meira og setja inn færri myndir en ég er vön. Allavega þá fóru dætur okkar upp á þak og negldu heilan helling af klæðningu. Sennilega 14 - 18 högg á hvern nagla. Kraftakonur og ekki vitund lofthræddar. (myndir koma síðar.)



Yfirsmiðurinn er ekki heldur vitund lofthræddur og fimur eftir aldri

Systurnar vippuðu timburbunktinu inn í skemmu á mettíma


Þá er bara að koma þessu upp á þak og byrja að negla


30.06.2018 22:57

Loksins gott veður

Við Moli fórum í gönguferð og Árni nelgdi alla suðurhliðina 10 - 14 högg á hvern nagla og 10 til 11 kg af nöglum negldir í dag.




29.06.2018 21:38

Kraftaverkadagur

Í dag 29.06.2018 var byrjað að vinna kl.8 eins og yfirleitt. þá voru komnar 4 raðir af klæðningu á þakið. Nú í lok dags kl.18 er Árni búinn að klæða alla suðurhlið hússins. 



 Um miðjan daginn








Svona var þetta í byrjun dags.

þrútið loft 29.júní. Rigning og rok og ekkert unnið eftir hádegi.

27.06.2018 22:09

Framkvæmdir í Salthúsinu ganga vel.

Framkvæmdir við nýja húsið ganga mjög vel.

Sperrurnar komnar á sinn stað.




Smiðurinn

Moli verkstjóri í pásu



Það hefur sjaldan sést í bláan himinn þessa dagana núna í maí og júní 2018

24.06.2018 14:41

Gott veður og vont

Unnið við smíðar til hádegis og þá brast á með góðviðri sem var notað til að slá Ártúnið. 






17.05.2018 13:27

Þakið rifið niður


Moli verkstjóri. Án MAN sins væri þetta ekki framkvæmanlegt fyrir smið, hund og sópara

Fúaspýtur úr þakinu hífðar út












04.05.2018 22:34

Uppbygging hefst maí 2018


Nú erum við að hefja vinnu við nýtt gamalt hús. Þá hefst uppbygging á enn einu húsinu, því fjórða hér á Hellissandi. Húsið var upphaflega salthús, síðan var þar flattur fiskur í salt. Eftir það var húsið notað í ýmsum  tilgangi við fiskvinnslu Hraðfrystihúss Hellissands. Það kom að því að HH flutti starfsemi sína inn í Rif og breyttist húsið þá í geymslu. Með árunum fór að halla undan fæti og nú þegar við tólum við húsinu var þakið að mestu lekið niður. 


Smiðurinn Árni metur ástandið


 

















Já svona er ástandið þegar byrjað er á verkinu 

19.11.2016 17:27

Rabbarbarakaka

RABARBARAPÆ Alberts

Rabarbari ca 4-5 leggir

200 g smjör

2 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

2 egg

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.

Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

-Gott er að setja kókósmjöl, engifer eða kanil til tilbreytingar.

-Vel má minnka smjörið um helming og nota (kókos)olíu á móti.

ENDILEGA DEILIÐ ÞESSARI FRÁBÆRU UPPSKRIFT SVO FLEIRI FÁI NOTIÐ  ??


31.03.2016 14:01

Dásamlegur og hollur krækiberjadrykkur.

Dásamlegur og hollur krækiberjadrykkur.

Hreinsa berin og kremja í mixara eða með öðrum hætti og sigta hratið frá.

1 líter af saftinni

1 dl.  sykur

½  sítróna sett í mixarann

  1. líter saft

sigta

16.08.2015 13:39

Turmeric leir

Hin gyllta mjólk

Búa til Turmeric leir - deig

Hráefni:

¼ bolli af Turmeric dufti

½ tsk af svörtum muldum pipar

½ bolli af vatni

Leiðbeiningar:

Blandaðu öllum hráefnunum saman í lítinn pott og hrærðu vel saman. Hafðu meðal hita undir pottinum og hrærðu stöðugt, eða þangað til blandan er orðin eins og þykkt deig eða leir. Þetta tekur ekki langan tíma svo alls ekki fara frá pottinum.

Látið blönduna kólna og setjið svo í krukku og inn í ísskáp.

 

Hin gyllta mjólk

Hráefni:

1 bolli af möndlumjólk eða kókósmjólk

1 tsk af kókósolíu

¼ tsk eða meira af Turmeric deiginu sem þú bjóst til

Hunang eftir smekk

Leiðbeiningar:

Blandið öllum hráefnum saman nema hunanginu og setjið í pott. Hafið meðal hita undir pottinum. Á meðan hráefnin eru að hitna, hrærðu þá stöðugt og passaðu að blandan sjóði ekki. Bættu núna hunanginu við.

Hellið svo í bolla og njótið~

 

24.10.2014 06:19

Hvítahús í okt. 2014

Kamína í Hvítahús


##sidebar_two##