Hafa samband
Tenglar
Sýningar mínar

25.11.2018 19:11

Járnið komið á þakið

Hér eru ekki slegin nein vindhögg. Árni og Moli fóru í sveitina á mánudaginn þann 19. nóvember. Þeir fóru með þakpappa, nagla, hefti og annað sem þarf til að koma pappa og járni á hús. Á þriðjudagskvöldið kom svo járnið með flutningabíl frá BB. Unnið var að hugmynda og undirbúningsvinnu og  Moli æfði boltafimi af krafti. Á miðvikudeginum var járnið borað og híft upp á þakið og pappinn settur á norðurhliðina sem veit að sjónum. Moli var ekki sáttur við að vera skilinn einn eftir, niðri á jörðinni og elti pabba sinn upp stigann alveg upp á þak. Ekki neinn venjulegur hundur hann Moli.  Mjög há hæð yfir landinu og logn sem ekki er hægt að stóla á á þessum tíma árs. Að vísu er ekki hægt að vinna nema frá kl. 10 til 17  hvern dag vegna birtunnar. Það er náttúrulega mesta skammdegið núna. Þeir voru bara þrír í þessu djobbi Árni, Moli og kranabíllinn. Á fimmtudaginn hífði Árni járnið upp á þak, mældi og hagræddi plötunum og festi lauslega á alla norðurhliðina. Á föstudagsmorgun kláraði hann síðan að negla alla þá hlið. Eftir hádegið á föstudeginum kom síðan Palli nágranni og aðstoðaði við að setja pappa á suðurhliðina og tilla járninu á. Laugardagurinn fór svo í að klára að negla og þá var ég komin til að kasta bolta fyrir Mola. Afrek ekki satt ?









##sidebar_two##