Hafa samband
Tenglar
Sýningar mínar

19.07.2018 23:13

Smiðjan

Ný hugmynd að nefna húsið "Verksmiðju" Tíminn æðir áfram og vinna við endurbyggingu hefur gengið mjög vel. Klæðning komin á þakið nema 30 lengdarmetrar af timbri sem vantaði uppá að timburbuntið dygði. Búið útbúa og setja loftrör á milli sperra og steypa allt fast. Steypuvinnan var unnin 17. júli daginn fyrir 67 ára afmæli Árna. Við fengum tonn af steypu kl. 7 um kvöldið og það var búið að koma því fyrir á milli sperra báðu megin á húsinu rétt rúmlega 12 á miðnætti. Það var afrek og myndu ekki margir leika það eftir.



##sidebar_two##