Hafa samband
Tenglar
Sýningar mínar

19.11.2016 17:27

Rabbarbarakaka

RABARBARAPÆ Alberts

Rabarbari ca 4-5 leggir

200 g smjör

2 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

2 egg

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.

Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

-Gott er að setja kókósmjöl, engifer eða kanil til tilbreytingar.

-Vel má minnka smjörið um helming og nota (kókos)olíu á móti.

ENDILEGA DEILIÐ ÞESSARI FRÁBÆRU UPPSKRIFT SVO FLEIRI FÁI NOTIÐ  ??


##sidebar_two##