20.11.2010 11:30
Ljósmyndasýning í Drymlu Bolungarvík
Er opin á opnunartíma Drymlu fram til jóla.
Myndir á Plexígleri
Eldavélar, gluggar, ást og fjara
Sýningin er óður til æskunnar. Eldavélin er hjarta heimilisins. Stöðug uppspretta matar og hita. Glugginn opnar sýn út í heiminn þar sem ástin svífur yfir vötnunum, ástin á lífið og fegurðina í náttúrunni ekki síst fjöruborðinu og fjörunni.
Þar mætast haf og land og eiga ástarfund. Ilmur af þangi. Yndislegt líf. Steingerður Steingerður Jóhannsdóttir
Eldavélin í Litluhlíð Eldavél Gísla á Uppsölum Eldavélin á Hesteyri
Gluggi á Hesteyri Glugginn hans Gísla Gluggi í Ósvör
Fjöruborðið er fundarstaður alheimsins.
Myndirnar á sýningunni eru allar teknar á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Fjölbreytt birtingarform þ.e. myndir úr fjöruborðinu prentaðar á plexigler, myndir á striga og hefðbundnar myndir á pappír.
tók myndirnar og setti upp sýninguna