Hafa samband
Tenglar
Sýningar mínar

10.07.2008 02:28

Ljósmyndasýningin RAF

Í dag 12. júlí 2008 kl.13:00 -15:00 í Íshúsinu í Krossavík
RAF, ljósmyndasýning  í gamla Íshúsinu í Krossavík fyrir utan Hellissand. Sýningin verður síðan færð í Grunnskólann á Hellissandi og verður opin meðan á Sandaragleði stendur. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.



Steingerður er fædd og uppalin í Litluhlíð á Barðaströnd



en þaðan blasir Snæfellsjökull við sjónum alla þá daga sem skyggni leyfir.


Steingerður bjó á Vestfjörðum til 1981 en flutti þá á mölina.  Hún hefur aðallega starfað við kennslu og skrifstofustörf. Auk þess að sinna áhugamálum sínum sem eru endurbætur húsa, kórsöngur, ferðalög og útivist. Þá hefur hún lokið fjölmörgum námskeiðum í ýmsum fræðum, listum og Landafræði.


Árið1995  festu hún og eiginmaður hennar Árni Emanúelsson kaup á
Ártúni á Hellissandi. Síðan þá hafa þau nýtt drjúgan hluta af frítíma sínum við að endurgera húsið og njóta fegurðar staðarins sem þau hafa tekið ástfóstri við.

Steingerður fékk strax í æsku áhuga á ljósmyndun og framkallaði eigin myndir um tíma.
Hún hefur tekið ótal myndir af umhverfi sínu og samferðafólki bæði á heimaslóðum og ferðum víðsvegar um veröldina.

Sýningar:

Ilmur  í Hafnarfjarðarleikhúsinu á Björtum Dögum vorið 2007

Kúba á Hraunbrún í Hafnarfirðir "Gakktu í bæinn" í maí 2008 

V
Raf
er steingerð trjákvoða sem er stundum notuð í skartgripi.
Flest raf er um 30-90 milljón ára gamalt.

##sidebar_two##