Hafa samband
Tenglar
Sýningar mínar

Færslur: 2008 Júlí

29.07.2008 18:21

Cuba

Hef opnað sýningu á Cubumyndunum mínum í Sjónarhóli í Hafnarfiðri.
 http://www.sjonarholl.is/
Opið alla virka daga kl. 10 til 18.

Flottur bílstjóri:


Græna glæsikerran.

21.07.2008 17:41

RAF í Skessuhorni

Hér má sjá smá greinarstúf um sýninguna í gamla íshúsinu.

http://skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=74712&meira=1


Auglýsingaskilti úr efni af staðnum



Ljósmyndarinn í gættinni



Útsýni úr sýningasal til Jökuls 




Útsýni til sjávar


Lóranmastrið á Gufuskálum  í vesturátt
 


Fallegt umhverfi, finnst ykkur það ekki? 



14.07.2008 07:08

RAF

Myndir frá sýningunni í gamla Íshúsinu


Á veggjunum  sjálfum voru fyrir skreytingar eftir óþekkta listamenn.





Sumir gestanna skemmtu sér vel.


Á tali. 




Útsýni til jökuls úr sýningarsalnum.









12.07.2008 23:25

RAF ljómyndasýning

Í dag 13. júlí 2008 kl.14:00 -17:00 í Grunnskóla Hellissands.

Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Sýningin í  í gamla Íshúsinu í Krossavík gekk vel þrátt fyrir vind og vætu. þangað mættu 84 á rúmlega tveimur klukkutímum.  Síðan mættu 70 í Grunnskólann Sandi. Alls eru þetta 154 gestir og er ég mjög sátt með það.









10.07.2008 02:28

Ljósmyndasýningin RAF

Í dag 12. júlí 2008 kl.13:00 -15:00 í Íshúsinu í Krossavík
RAF, ljósmyndasýning  í gamla Íshúsinu í Krossavík fyrir utan Hellissand. Sýningin verður síðan færð í Grunnskólann á Hellissandi og verður opin meðan á Sandaragleði stendur. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.



Steingerður er fædd og uppalin í Litluhlíð á Barðaströnd



en þaðan blasir Snæfellsjökull við sjónum alla þá daga sem skyggni leyfir.


Steingerður bjó á Vestfjörðum til 1981 en flutti þá á mölina.  Hún hefur aðallega starfað við kennslu og skrifstofustörf. Auk þess að sinna áhugamálum sínum sem eru endurbætur húsa, kórsöngur, ferðalög og útivist. Þá hefur hún lokið fjölmörgum námskeiðum í ýmsum fræðum, listum og Landafræði.


Árið1995  festu hún og eiginmaður hennar Árni Emanúelsson kaup á
Ártúni á Hellissandi. Síðan þá hafa þau nýtt drjúgan hluta af frítíma sínum við að endurgera húsið og njóta fegurðar staðarins sem þau hafa tekið ástfóstri við.

Steingerður fékk strax í æsku áhuga á ljósmyndun og framkallaði eigin myndir um tíma.
Hún hefur tekið ótal myndir af umhverfi sínu og samferðafólki bæði á heimaslóðum og ferðum víðsvegar um veröldina.

Sýningar:

Ilmur  í Hafnarfjarðarleikhúsinu á Björtum Dögum vorið 2007

Kúba á Hraunbrún í Hafnarfirðir "Gakktu í bæinn" í maí 2008 

V
Raf
er steingerð trjákvoða sem er stundum notuð í skartgripi.
Flest raf er um 30-90 milljón ára gamalt.

  • 1
##sidebar_two##